Thursday, April 21, 2011

Páskalegt sumar!

Í tilefni dagsins finnst mér hæfandi að sýna ykkur einn af uppáhaldsvösunum mínum sem er mjög sumarlegur. Hann keypti ég á skransölu í hinni ljúfu København fyrir nokkrum árum. Ekki man ég hvað hann kostaði, en það var eitthvað lítið. Ómerkilegur er hann örugglega í augum leir- og postulínssafnara þar sem engin er merkingin á botni hans. Ég prófaði að gúggla, en fann engan sem líktist þessum vasa, sem reyndar er ekki vasi heldur kanna ("pitcher").



Þessi kanna passar einstaklega vel við servíettuhringina sem móðir mín gaf mér einhvern tímann. Ekki man ég hvaðan þeir koma, en þori að veðja að þeir hafi haft viðdvöl í Kolaportinu. Hún móðir mín er einn harðduglegasti Kolaportisti sem ég þekki og hefur oftar en einu sinni dottið niður á fágæta fallega muni.



Gleðilegt sumar!

4 comments:

  1. Þessi kanna er gríðarlegt krútt og servíettuhringirnir flottir.

    ReplyDelete
  2. Merkingar hossa ekki hlutum í mínum augum. Getur verið gaman að vita deili á hlut en þessi kanna er afar fín með eða án merkis. Gaman að sjá nýtt dótablogg, set þig umsvifalaust sem tengil hjá mér. Safna íslenskum dótabloggum.

    ReplyDelete
  3. Takk Ella. Já, það er gaman að dótabloggum og hef aðeins kíkt á íslensku bloggin. Legg ekki enn í erlendu bloggin - er hrædd um að allur dagurinn færi í svona skoðun. Hef skoðað þitt og finnst það mjög skemmtilegt - það kennir svo sannanlega ýmissa grasa hjá þér! Enda setti ég tengil á þína síðu strax og ég var búin að skoða (án þess að spyrja þig, sem var kannski dónalegt af mér?)

    ReplyDelete
  4. Uss, mér er heiður að því að fá að vera tengill.

    ReplyDelete