Tuesday, May 31, 2011

Skran eða ekki skran? Það er spurningin...

Skransalan á Þurá var töfraheimur út af fyrir sig. Sveitasælan svo áþreifanleg; sól í heiði, hestar á beit, heybaggar á víð og dreif, krúttlegur bóndabær og gestrisið fólk sem bauð okkur inn í útihúsin þar sem salan fór fram. Hver sentimetri var vel nýttur með hæfilegri blöndu af gömlum söguþrungnum hlutum og ekki eins gömlum en gáskafullum hlutum. Fornlegar virðulegar fulningahurðir á 5.000.- kr., lampar á 500 kr, og plasteyrnalokkar á 50.-, svo eitthvað sé nefnt. Að sjálfsögðu fór ég ekki tómhent heim. Keypti af Elísabetu Arnardóttur  bráðnauðsynlega bréfahillu sem hjálpar mér að halda öllu í röð og reglu:





Og þrír ömmusúpudiskar. Saman kostuðu diskarnir og hillan 500 kr.










Af húsráðendum keypti ég tvo lampa, samtals á kr. 2.000 kr. 




og ýmislegt fleira smálegt, rammar, pils, spöng og þessa fínu eyrnalokka sem kostuðu aðeins 50 kr. 

Þurá-ævintýrið kostaði mig í allt undir 5.000 kr. sem ég tel vel sloppið. En aðalmálið er að hafa gaman að þessu og ég fæ alltaf kikk út úr því að kaupa hluti sem farið hafa manna á milli og fengið að njóta sín hver á sinn hátt á hinum ýmsu heimilum. Sálin og sagan fylgir þeim.