Saturday, April 16, 2011

Af hestum og köttum

Jæja, þá er að stíga mín fyrstu bloggskref og marka spor í netheimum. Byrja bara rólega og tek eitt eða kannski tvö skref í fyrstu atrennu. Ég hef fylgst með dótabloggum þeirra Þórdísar og Elísabetar undanfarna mánuði og fundið fyrir þvílíkri sælu hríslast um mig við lestur þeirra að það jaðrar við alsælu.

Já, ég heiti Guðrún og er dótafíkill.

Fíknin ágerðist með hverju innliti og það óhjákvæmilega varð ekki lengur umflúið. Og hér er fyrsta sporið í átt að bata - Dalahesturinn minn:


Þessi hestur er farinn að láta á sjá, enda úr búi ömmu minnar sálugu. Hann hefur sjálfsagt fylgt ömmu minni frá vindsömu sænsku æskuslóðum hennar yfir til sólríkra stranda Korsíku. Amma átti nokkra sænskættaða hluti sem sum hver hafa ratað til mín. Ég á örugglega eftir að draga þá fram hér. Reyndar er til annar Dalahestur hér á heimilinu sem ég finn ekki. Sá er rauður og fótbrotinn en hefur fylgt mér jafnlengi og þessi svarti. Það er vont til þess að hugsa að hann liggi kannski á köldum og dimmum stað greyið og fái ekki þá ástúð og athygli sem hann á skilið.

Í anda sænskra tréútskurðarfígúra datt mér í hug að skella inn mynd af þessum líka fína ketti. Ég hef ekki hugmynd um hvort hann sé sænskur, en óneitanlega er svipur með honum og Dalahestinum. Hann er úr tré og alls um 11 cm hár - reyndar bara 6 cm hár ef skottið er ekki talið með.





7 comments:

  1. Já og svo ættirðu að breyta um lit á kommentunum því ég get ekki lesið kommentið mitt hér á undan :)

    ReplyDelete
  2. Takk kærlega Þórdís, fyrir ábendinguna - átti aðeins í basli með þetta. Veit ekki almennilega hvernig ég náði að gera þetta svona skýrara en þetta verður að duga í bili.

    ReplyDelete
  3. Gaman að sjá bætast í dótabloggarahópinn, velkomin!

    ReplyDelete
  4. Þetta er mikill eðalgæðingur og kötturinn krúttlegur.

    Til að laga litina ferð þú í "dashboard" svo í "design" þá í "Template designer" svo í "Advanced" og þá birtast þér allskonar litamöguleikar fyrir hin ýmsu svæði síðunnar.

    ReplyDelete
  5. Harpa: Já, ég var eimitt í basli með þetta þar :) Vantar möguleika fyrir "comments" eingöngu. En eitthvað gerði ég þannig að það breyttist í svart letur. Mig langar til þess að breyta "background"-litnum í "comments"-hlutanum. Veistu hvar ég geri það?

    ReplyDelete